23.4.2009 | 16:29
Græðgi, ekkert annað
Að framlengja höfundarrétt í 70 ár er bara fáránlegt.
Það er ekkert nema græðgi að ætlast til þess að fá áfram borgað fyrir verk 70 árum eftir að það var unnið.
Það er ekki náttúrulögmál að afritun hugverka sé takmörkuð með lögum. Höfundarréttur er samningur milli almennings og höfunda, ætlaður til þess að hvetja til sköpunar með það að lokamarkmiði að sem flest áhugaverð verk verði til og auðgi samfélag og mannlíf. Nauðsynlegur hluti þessa ferlis er að verk fari á endanum úr höfundarrétti og verði frjáls til afnota almennings. Þessi hluti samningsins virðist hafa gleymst, enda gráðugir menn og gráðug útgáfufyrirtæki sem vilja halda áfram að græða á hlutum sem eru löngu orðnir hluti af menningu þjóða.
Samanber liðið sem vill fá borgað fyrir hvern flutning afmælissöngsins...
Þetta er dapurleg frétt.
Höfundarréttur laga verður 70 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.4.2009 | 15:20
Hvað um karla?
Varðandi frétt um að 42% kvenna hafi sætt ofbeldi:
Mér hefði þótt gaman að heyra hvert samsvarandi hlutfall er hjá körlum. Hversu margir karlmenn hafa verið beittir ofbeldi? Hver eru kynjahlutföll gerenda? Hvar eru mörkin dregin?
Ég hef verið löðrungaður af reiðum konum - var það ofbeldi? Ég hef haldið reiðri konu það fast að hún fékk marbletti. Var það ofbeldi? Eða sjálfsvörn?
Fréttin gefur í skyn að niðurstöðurnar lýsi vandamáli, en að 42% kvenna hafi einhverntímann lent í ryskingum um ævina getur hvort sem er verið há eða furðulág, allt eftir því við hvað er miðað. Þetta er allt hið forvitnilegasta.
Ég vildi óska að Morgunblaðið léti tengla á nánari upplýsingar fylgja fréttum sínum.
42% kvenna hafa sætt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2009 | 17:59
Fésbók, frá snillingunum sem fundu upp "Alnetið"
Facebook er sérnafn. Það er mjög skrítið að Morgunblaðið taki upp á sitt einsdæmi að þýða nafn fyrirtækisins með þessum hætti, það er ekki venjan að það sé gert þegar fjallað er um önnur erlend fyrirtæki.
Eða megum við nú eiga von á fréttum um hugbúnaðarrisann Pínkumjúk og fartölvur frá Eplinu? Mér dettur eins og er ekki í hug nein "sniðug" þýðing á Google, en hvet lesendur, ef einhverjir eru, til að koma með tillögur í athugasemdum. :-P
Kannski er ég bara húmorslaus, en mér finnst þetta frekar asnaleg fréttamennska.
Vefurinn heitir "Facebook"!
Annars þakka ég bara fyrir að tilraunir Morgunblaðsins til að endurnefna Internetið "Alnetið" mistókust hér um árið...
Ákærður fyrir kynferðisbrot á Fésbók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2009 | 17:02
Eins og partalistinn.net ... og fleiri.
Tilgangurinn virðist bara vera að endurbirta efni frá Reuters, hvort sem það kemur Íslendingum við eða ekki. Það eru allnokkrir vefir sem sérhæfa sig í svona smáauglýsingum hérlendis - Partalistinn minn er einn þeirra. Smáauglýsingar moggans annar, og Barnaland, ...
Furðuleg fréttamennska að endurbirta þetta hrátt svona án nokkurrar staðfæringar. Ojæja!
En grunnskilaboðin - að til séu vefir sem auðvelda fólki að gefa/þiggja/selja/kaupa notaða hluti er ágætis innlegg í kreppuumræðuna svosem. Prófið Partalistann! :-)
Vefsíða býður vörur ókeypis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 14:33
Frábær mynd
Myndin með þessari frétt er snilld. Kona og barn í Hong Kong, með grímur fyrir vitunum, hafa augljóslega allt að gera með praktískt og tilfinningalegt jafnræði í Danmörku. :-P
Annars finnst mér ekki fréttnæmt að jafnrétti sé mikið til tilfinningalegt.
Konur og karlar þurfa að bera virðingu fyrir hvort öðru og meta framlag hvors annars; þó það sé nauðsynlegt að við höfum sem jafnasta möguleika er ekki þar með sagt að konur og karlar þurfi alltaf að vera nákvæmlega eins og gera nákvæmlega sömu hluti. Að neyða okkur til þess væri jafn mikil kúgun og felsissvipting og stíf hlutverkaskipting "feðraveldisins".
Aðalmálið er að bæði kynin eigi kost á því að dafna sem manneskjur og njóta virðingar, hver með sínum hætti.
Jafnréttið tilfinningalegt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 14:12
Sjarmi miðbæjarins
Sjarmi miðbæjarins er, að þar er líf. Líf á daginn, líf á kvöldin, líf á nóttunni og um helgar.
Þeir sem vilja búa í dauðu hverfi, þar sem ekki er líf, hafa úr nógu að velja. Þeir sem vilja búa í rólegu hverfi, þar sem það er bara aðeins minna líf, hafa líka úr nógu að velja.
Mér finnst þetta vera helvítins væl: ég á íbúð í miðbænum og ég keypti hana vitandi það að stundum myndi ég heyra partíhávaða og læti. Ég leit á það sem kost, ekki galla. Þetta er hluti af sjarma miðbæjarins.
Ef fólk flytur í miðbæinn, vitandi hvernig hann er, og "vex svo upp úr því" að hafa gaman af mannlífinu þá á það að flytja, ekki heimta að miðbærinn lagi sig að þeim. Það er nóg af öðrum fallegu hverfum í borginni þar sem það er ró og svefnfriður á nóttunni.
Svona breytingar jaðra í mínum huga við skemmdarverk.
Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2008 | 18:10
Bílar ganga ekki fyrir vatni
... nema mögulega rafbílar knúnir af fallvatnsvirkjunum. :-P
Allt annað er bara plat.
Annars finnst mér kúl að þessi frétt sé tóm og ég sé að geta athugasemd við frétt sem er ekki enn til! Mér finnst ég standa mig vel sem beturviti núna.
Bíll sem gengur fyrir vatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.6.2008 | 16:32
Farið varlega með lykilorðin ykkar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2008 | 12:24
Fyndið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2008 | 17:22
Hlýnun er bara víst ógn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 10:04
Ísland, best í heimi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.5.2008 | 13:15
Sorglegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
30.4.2008 | 17:34
Fyndið - er þetta satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 20:31
Hungursneyð og bílafóður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2008 | 22:08
Innanbloggsvísanir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.4.2008 | 14:44
Mótmælagangan mikla
Bloggar | Breytt 28.4.2008 kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2008 | 15:30
Videntifier stöðvar ekki niðurhal
Bloggar | Breytt 28.4.2008 kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2008 | 12:58
Halló heimur
Bloggar | Breytt 27.4.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Lesið þetta:
- Ósvarað bréf til blog.is Ósvarað bréf sem ég sendi blog.is varðandi óþarfa kennitölusöfnun.
- Opnum opinber gögn! Hvetjum ríkið til að opna fyrir aðgengi að opinberum gögnum!
Annað tengt mér
- Heimasíðan mín Hér má m.a. finna alvörubloggið mitt.
- Pilluáminningin Pilluáminningin minnir fólk á að taka pillur. Namm, pillur.
- Partalistinn Ókeypis smáauglýsingavefur sem ég smíða og rek í frístundum.
- Google Ég vinn fyrir Google á Írlandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar