Hungursneyð og bílafóður

Ég er yfirleitt meira í því að tuða um það sem mætti betur fara, og er ekki mikill aðdáandi íslenskra stjórnvalda... en rosalega er ég ánægður að sjá Íslendinga nærri þrefalda framlag sitt til matvælaáætlunar SÞ.  Svona á að gera þetta!

Það er búið að vera hálf skelfilegt að lesa undanfarið um hvernig hækkanir á matvælaverði eru að fara með fólk sumsstaðar í heiminum.  Þessi aðstoð er eflaust bara dropi í hafið, en það breytir því ekki að það má forða ansi mörgum frá hungursneyð með 37 milljónum króna.

Mikið rosalega vona ég annars að þessi atburðarás verði til þess að sem flestar vestrænar þjóðir leggji á hilluna öll þessi plön um að breyta korn og annan mannamat í bílafóður. Með nútímatækni er slíkt bara ávísun á hungursneyð, en án þess þó að leysa nein þeirra umhverfisvandræða sem stefnt var að.

Kannski breytist það með tímanum; menn binda vonir við þörungaræktun og nokkrar grastegundir sem þrífast vel þar sem erfitt er að rækta mat.  En að breyta maís, sykurreyr og hrísgrjónaakra í þotueldsneyti og olíu á jepplinga er bara glæpsamlegt.


mbl.is Íslendingar svara kalli um aukna matvælaaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingu með ammlið frændi

Hel (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Takk, frænka! :-)

Bjarni Rúnar Einarsson, 30.4.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Rúnar Einarsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Beturviti og netverji.

RSS-straumar

Vefir Bjarna

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband