Mótmælagangan mikla

Ó guð, grey maðurinn að labba ALLA LEIÐ frá Kringlunni niðrí bæ!

Þvílík þraut!

Hvernig eru þetta mótmæli?  Ég hef labbað þessa leið margoft, hún er falleg og skemmtileg. Eru bílafíklar landsins virkilega svo firrtir og úr tengslum við fæturnar á sér, að þeir haldi að þeim sé einhver vorkunn að labba í þrjú korter eða svo gegnum sum fallegustu hverfi borgarinnar?

Ef hann hefði ákveðið að labba frá Litlu Kaffistofunni, eða bara frá Rauðavatni, þá hefði þetta kannski verið fréttnæmt.  En frá Kringlunni?  Þetta er bara kómískt.


mbl.is Mótmælaganga Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Það er nú yfirleitt þannig að menn mótmæla með því að gera eitthvað óvenjulegt.  Sturlu finnst greinilega fréttir að hann skuli fara í labbitúr, og af orðalagi tilkynningarinnar að dæma finnst hann hann vera neyddur til þess arna þar sem trukkurinn hans er í vörslu lögreglunnar.

Aumingja greyið...

Bjarni Rúnar Einarsson, 27.4.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Fríða

Bjarni!  Veistu ekki að það er bara fyrir plebba að vera á blog.is?  hehe, geri þig að bloggvini á útumallt ... þ.e. hér. 

Já, og varðandi göngu, Reykjavík skrapp nú heldur betur saman þegar ég hljóp í einum spretti út á nes og inn í Sundahöfn í Reykjavíkurmaraþoni.  Kannski ég ætti að mótmæla? 

Fríða, 27.4.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Rúnar Einarsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Beturviti og netverji.

RSS-straumar

Vefir Bjarna

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 331

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband