Farið varlega með lykilorðin ykkar!

Einfaldasta skýringin á þessu, er að Einar hafi látið glepjast og gefið upp Gmail notendanafn og lykilorð þegar hann hefðu betur sleppt því. Einnig er hugsanlegt að tölvan hans hafi smitast af vírus sem hafi sent notendanafn og lykilorð til þriðja aðila, annaðhvort Nígeríu-svindlarana sjálfra, eða einhvers sem hefur selt þeim gögnin.

Í stuttu máli: ef ókunn vefsíða eða tölvupóstur biður um notendanafn og lykilorð, inn á GMail eða Hotmail eða Facebook eða eitthvað annað í þeim dúr, þá eiga fyrstu viðbrögð að vera: NEI.

Bara loka síðunni og gera eitthvað annað.

Ég skrifaði nýlega (á ensku, til er þýðing eftir Hrafnkel Daníelsson) um mjög útbreidda árás sem stelur MSN/Hotmail lykilorðum fólks - líklega hafa flestir Íslenskir MSN notendur orðið varir við þá pest.  Pistillinn er hér.  Ráðin þar eiga nákvæmlega jafn vel við í þessu tilfelli.


mbl.is Ný tegund Nígeríusvindls herjar á netföng Gmail
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég vann 100milljónir í lottó á eyju sem ég hef aldrei heyrt um áður og það besta er að ég þurfti ekki að kaupa miða ! how cool is that ! afhverju getur lottó á Íslandi ekki gefið fólki milljónir ánþess að það kaupi miða !! ég vona að þessi sem ég gaf upp kreditkortanúmerið til að geta leyst út þessar 100 milljónir sé ekki að plata !

Sævar Einarsson, 12.6.2008 kl. 17:39

2 identicon

Fyrir nokkrum árum fékk ég nokkra pósta á "secondary" mailið mitt frá google með link til þess að resetta lykilorðinu mínu á gmail. Líkt og einhver (lifandi eða róbóti) væri að reyna að fiska eitthvað með því að klikka á "forgot my passsword" hlekkinn. Það er hálf-krípí. Svona eins og að liggja upp í rúmi og heyra einhvern vera að bjástra við útidyrnar að reyna að komast inn.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sævarinn, hehehe

Steingro, ekki gott. Stelpan mín lenti í þessu með hotmailnetfangið sitt, væntanlega endanlega glatað, helv... hakkarinn lét svo litlusystur sína (eða einhverja sem vildi kaupa) fá netfangið til að geta farið inn á Stardollreikninginn hennar, sú var prontó búin að merkja við: endurnýja Superstarreikning minn á okkar kreditkorti.

Sem betur fer gátu Stardollararnir sænsku reddað þeim reikningi, en frekar súrt, samt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Rúnar Einarsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Beturviti og netverji.

RSS-straumar

Vefir Bjarna

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband