13.6.2008 | 18:10
Bílar ganga ekki fyrir vatni
... nema mögulega rafbílar knúnir af fallvatnsvirkjunum. :-P
Allt annað er bara plat.
Annars finnst mér kúl að þessi frétt sé tóm og ég sé að geta athugasemd við frétt sem er ekki enn til! Mér finnst ég standa mig vel sem beturviti núna.
Bíll sem gengur fyrir vatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Lesið þetta:
- Ósvarað bréf til blog.is Ósvarað bréf sem ég sendi blog.is varðandi óþarfa kennitölusöfnun.
- Opnum opinber gögn! Hvetjum ríkið til að opna fyrir aðgengi að opinberum gögnum!
Annað tengt mér
- Heimasíðan mín Hér má m.a. finna alvörubloggið mitt.
- Pilluáminningin Pilluáminningin minnir fólk á að taka pillur. Namm, pillur.
- Partalistinn Ókeypis smáauglýsingavefur sem ég smíða og rek í frístundum.
- Google Ég vinn fyrir Google á Írlandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það lítur út fyrir að Japanirnir séu loksins búnir að finna upp eilífðarvél - varla lýgur Mogginn!
Finnbogi (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 18:59
Já, þetta er nú meira ruglið, fyrst þegar ég sá þetta var nú bara myndskeið og enginn texti nema fyrirsögnin. Núna er reyndar búið að bæta við fálmkenndri þýðingu á erlenda fréttaskeytinu, sem er reyndar álíka ó-upplýsandi og flestar vísindafréttir sem birtast á mbl.
Í áraraðir hafa reglulega komið fram á sjónarsviðið menn sem segjast hafa smíðað bíl sem er knúinn vatni einu saman, en þeir hafa alltaf horfið úr umræðunni jafnfljótt og þeir komu og aldrei spurst til þeirra meir, hmmmm... skrýtið. Oft er það vegna þess að um hreinar blekkingar eða svindl er að ræða, en stundum eru það hreinlega fúskarar sem telja sig hafa fundið upp eitthvað merkilegt sem stenst svo ekki skoðun eftir að óháðar og nákvæmari prófanir leiða í ljós einhverja galla sem eiganda uppfinningarinnar hafa yfirsést. Þegar almúgamenn með litla tæknimenntun og reynslu taka skyndilega upp á því að byrgja sig inni í bílskúr með því markmiði að finna upp "orkugjafann sem mun bjarga heiminum!" hvorki meira né minna, þá er oft kappið meira en forsjáin. Ég man t.d. eftir frásögn af manni sem taldi sig hafa fundið upp það sem með réttu hefði mátt kalla eilífðarvél (þ.e. aflvél sem þarf enga utanaðkomandi orku til að ganga). Það var svo ekki fyrr en sjónvarpsmenn voru komnir í heimsókn með myndavélar OG sín eigin mælitæki sem í ljós kom að niðurstöður allra tilraunanna byggðust á einn eða annan hátt á einum og sama hitamælinum sem hafði verið notaður allan tímann og reyndist svo auðvitað vera bilaður og gefa villandi niðurstöður, og hafði sennilega verið þannig frá upphafi tilraunarinnar og þar með var búnaðurinn vita-gagnlaus (nema þá hugsanlega til að meta raunverulega skekkju mælisins)! Talsmaður bílaframleiðandans í þessu fréttaskoti heldur því m.a. fram að þessi bíll þurfi enga utanaðkomandi orku til aksturs, eða m.ö.o. hafi þeim tekist að finna upp upp eilífðarvél. Ef það væri satt þá hlyti að vera um að ræða eitthvað áður óþekkt fyrirbæri sem bryti í bága við margvísleg þaulreynd grundvallarlögmál eðlisfræðinnar. Ef það væri málið og fengist sannað af öðrum óháðum vísindamönnum, þá kæmi uppfinningamaðurinn sterklega til greina við veitingu næstu Nóbelsverðlauna. Það væri líklega það eina sem gæti gert þetta fréttnæmt, en ekkert fylgdi sögunni hvað það væri sem gæti aðgreint þetta goðsagnakennda farartæki frá öðrum yfirlýstum "vatnsbílum" sögunnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2008 kl. 19:11
Pleh!
Það er nú ekkert nýtt við það að bílar geti gengið fyrir öllu mögulegu og ómögulegu öðru en bensíni (olíu). Mér finnst þetta nú ekki svo langt úti, þar sem að þróun í gerð vetnisrafafla fer hratt fram.
Ástæðan fyrir því að aðrir orkugjafar aðrir en afurð olíufélaganna nær ekki fótfestu er sú að þeir halda heiminum í hálstaki með ógnarvaldi. Áður en að þið farið að afskrifa þetta sem samsæriskenningu, prófið að horfa á heimildarmyndina "Who Killed The Electric Car".
Þið verðið líklegast hissa á því hvað það er langt síðan að það var búið að þróa rafmagnsbíl sem að er jafn kraftmikill og langdrægur og venjulegur bensínbíll.
Ekki haldið þið kannski líka að BNA hafi ráðist inn í Írak útaf því að Saddam var svo vondur gæji og hann ætti svo mikið af sprengjum? Eitt orð: Olía!
Sá sem að stjórnar olíunni, stjórnar heiminum.
Áddni, 13.6.2008 kl. 19:54
Áddni, þetta er nú svolítið mótsagnakenndur rökstuðningur hjá þér. Þú heldur því fram að fyrir löngu hafi verið til ökutæki sem ekki þurfa bensín eða olíu, það er rétt en þau hafa ekki verið praktísk í framleiðslu og rekstri, því næst helduru því fram að sá sem stjórni olíunni stjórni heiminum, ef það væri fyrir löngu síðan til ökutæki sem væru samkeppnisfær í rekstri og framleiðslu sem gengu á öðru en bensíni eða díselolíu þá væri það ekki raunin.
Í fyrsta lagi er vandamálið ekki að smíða bíl sem hefur aksturseiginleikahefbundinna bíla sem knúnir eru af sprengihreyfli, (því bensínvélar geta gengið á gasi með því einu að skipta um innprautunarbúnað). Þetta geturu séð ef þú skoðar til dæmis Tesla sem er tveggja sæta sportbíll sem nær tæplega 200km hraða á klukkustund og fer um 350 km á hleðslunni.
Heldur snýst vandamálið um að smíða búnað sem getur geymt þá raforku sem þarf til að hreyfa bíl úr stað. Hefðbundinn fólksbíll er verulega þungt tæki ný Corolla er til dæmis um 1100kg til að hreyfa þunga þarf orku, bílvélar eru gefnar upp í hestöflum en það er mælieinin orku, eitt hestafl er orkan sem þarf til að hreyfa 75kg 1 meter á sekúndu eða 1 Newton. Eitt hestafl jafngildir því 735,5 vöttum (ca 15 fartölvur ef við miðum við 50W á tölvu sem er ekki óraunhæft). Rafhlaða í fartölvu er um 1kg og getur haldið tölvunni í gangi í um 2 tíma á fullum afköstum, þannig getum við gert ráð fyrir að fyrir eitt hestafl þurfi því um 7kg af rafhlöðum.
Hefðbundin bílvél, tökum aftur Corolla er um 100 hö og kringum 120kg með gírkassa því má gera ráð fyrir að áður en bíllinn fer að þyngjast aftur getum við bætt við rafmótor og rafhlöðum megi það vega 120kg. Nýting á orku bensín hreyfils er um 35% en rafmótors 80% þannig að við skulum gefa okkur að rafmótorinn vegi þá um 50kg, þar sem það þarf að bæta við hann alls kyns búnaði sem mótorinn í nútímabíl sér um svo sem að kynda miðstöðina, létta stýri og bremsur og sitt hvað fleira. þá eru eftir 70kg fyrir rafgeyma og miðað við að það þurfi 7kg af rafgeymum fyrir hvert hestafl í klukkustundarnotkun þá höfum við pláss fyrir orku sem dugir í um 10hö í klukkustund. Þá er ótalin orka sem fer í að hita miðstöðina en það er hluti af því hversu bensínvélar nýta orkuna illa að hluti orkunnar fer í hita.
Ef við skoðum aftur skilgreyninguna á hestafli þá sjáum við að 10 hö geta þá hreyft 750kg 1m á sek en bíllinn er jú 1100kg með ökumanni þannig að ekki förum við nú langt á þessum bíl að öllu óbreyttu.
Þetta eru að sjálfsögðu mjög hraðsoðnir og ónákvæmi útreikningar, en eftir stendur að þeir bílar sem boðnir eru sem rafbílar í dag eru allir undir þá sök seldir að vera afar léttir með lágmarksbúnaði og hleðslan endist innan við klukkustund.
En bíll sem gengur á vatni er della þar sem það krefst meiri orku að rífa vetnisatómin úr sameindinni en þau hafa að geyma þar sem þau bundu sig við súrefnisatómið einmitt til að ná orkulausri stöðu. Eða svona þar um bil
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 20:27
Ég er sammála Áddna. Ég er búinn að vera að kynna mér þessi mál í töluverðan tíma og ég er sannfærður um að afsprengi Olíufélaga, banka auðhringja, lyfjafyrirtækja og annara gróða/valda klíka hafa staðið í vegi fyrir mikill framþróun á þessari jörð. Hins vegar er ég líka á því að það er fjöldinn allur af "scam artists" í þessum bransa líka. Panacea er samtök open source verkfræðinga sem eru að berjast fyrir svipuðum aðferðum sem þeir hafa staðfest að virki, þó eru þeir ekki komnir með bíl sem keyrir engöngu á vatni/vetni en ef settar væru sömu upphæðir í þessar rannsóknir og eru t.d. settar í hot-fusion þyrfi ekki að bíða lengi eftir að við þyrftum ekki að vera háð olíu lengur. http://www.panacea-bocaf.org/
HHO - Hydroxy (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 23:22
Ehm... Það eru til reiknivélar og klukkur sem ganga fyrir vatni svo af hverju ekki líka bíll?
Anepo, 14.6.2008 kl. 10:40
Vatn er ekki orkugjafi. Orkan verður að koma annarsstaðar frá; það má vera að vatn taki þátt í því ferli með einhverjum hætti, en það eru ýkjur í besta falli að tala um að eitthvað "gangi fyrir vatni". Yfirleitt eru þetta hreinar lygar og útúrsnúningur.
Vatn hefur að geyma vetni, vetnið má kljúfa úr vatninu með utanaðkomandi orku (yfirleitt rafgreiningu). Þegar vetnið er brennt breytist það aftur í vatn og skilar um leið litlum hluta orkunnar til baka.
Annað dæmi: vatn í fallvatnsvirkjunum er í raun að flytja sólarorku sem fór í að láta vatnið gufa upp. Orkan kemur ekki úr vatninu, heldur sólinni.
Menn geta komið með endalausar samsæriskenningar og trúað hverju sem er þar til þeir verða bláir í framan, en það breytir ekki grundvallaratriðum efnafræðinnar. Vatn er ekki orkugjafi og þeir sem halda öðru fram eru fáfróðir eða lygarar, eða bæði.
Bjarni Rúnar Einarsson, 14.6.2008 kl. 11:39
Bjarni, þú gleymir að orkan í fallvatnsvirkjunum fæst úr fallinu en það verður til sökum þyngdarafls jarðar, þannig að í raun er orkan í þeim virkjunum uppruninn samtals úr orku sólar sem myndar hringrás vatnsins og þeirri orku sem fæst með 1G þyngdarafls.
Anepo, hvað af því sem ég skrifaði varstu ekki að ná, reiknivélar og klukkur nota kringum 0,5-1 mW af orku meðan bíll þarf um 73KW þarna er um 73 milljónfaldur munur, sú orka sem þarf til að knýja klukku eða reiknivél getur mögulega fengist með því að nota saman yfirborðsspennu vatnsins, hárpípukraft og varma úr umhverfinu, mér finnst td afar ósennilegt að slík tæki virki þegar hitastig í umhverfi þeirra nálgast frostmark, eins og Bjarni sagði þá er sú orka EKKI komin úr vatninu sjálfu heldur þáttum í umhverfi þess.
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:29
Er ekki langáhugaverðast að virt fréttastofa sem Reuters setur viðvaningur til flytja þannig fréttir ? Og annað enn áhugaverðari : Eftir hafsjór villna og blekkinga í fréttum, hvers vegna treystum við enn á þá, og þá er ég að meina nánast gagnrýnislaust, nema þegar vitlausan æpir á okkur ? Er ekki að myndast markaður fyrir hágæða fréttaflutningi ?
BBC + International Herald Tribune + danska information + The Economist .. eða álíka ... bara enn betri.
Morten Lange, 15.6.2008 kl. 23:48
Bíllin virðist ganga fyrir vatni og einhverskonar málmblöndu :
http://techon.nikkeibp.co.jp/english/NEWS_EN/20080613/153276/
http://www.isa.org/InTechTemplate.cfm?Section=Industry_News&template=/ContentManagement/ContentDisplay.cfm&ContentID=63705
( Frá http://science.slashdot.org/comments.pl?sid=584029&cid=23793689 )
Morten Lange, 16.6.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.