Innanbloggsvísanir

Umræðan hér á blog.is er stærsti kostur vefsins. Það eru nokkrir fítusar sem myndu gera kerfið enn skilvirkara:

  1. Þegar maður gerir athugasemd við blogg einhvers, ætti maður að hafa val um að birta athugasemdina jafnframt sem færslu á eigin bloggsíðu.
  2. Maður ætti að geta séð á stjórnborðinu (eða með síðuviðbót) hvað er að gerast í þeim spjallþráðum sem maður hefur tekið þátt í.

Segið svo að ég gagnrýni mín sé ekki uppbyggileg! ;-)

Ég útskýrði annars fyrir Sæma í athugasemd af hverju ég er ósáttur við hversu lokað þetta kerfi er. Það pirrar mig að geta ekki notað mitt eigið blogg til að taka þátt í þeim samtölum sem hér eiga sér stað. Auðvitað væri mér alveg sama ef ég teldi þetta ekki mikilvægan umræðuvettvang, það gagnrýnir enginn hluti sem skipta engu máli.  Skrifin hjá Sæma eru ástæðan fyrir að ég vildi gjarnan hafa fítus nr. 1 hér að ofan.

Einnig tuðaði ég um eldsneytisverð og mótmæli, hér og hér... og að þurfa að muna hvar ég lagði þessar athugasemdir inn og muna að kíkja aftur seinna til að sjá hver viðbrögðin voru er einmitt ástæða fyrir punkti nr. tvö hér að ofan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Alveg sammála þér. Hef einmitt lent í þessu sama ;-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 28.4.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Hefur þú prófað að senda þessar athugasemdir til stjórnenda blogs.iss? Þetta eru þarfar breytingar.

Freyr Bergsteinsson, 29.4.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Ekki enn. :-)

Bjarni Rúnar Einarsson, 29.4.2008 kl. 12:04

4 identicon

  1. Þegar maður gerir athugasemd við blogg einhvers, ætti maður að hafa val um að birta athugasemdina jafnframt sem færslu á eigin bloggsíðu.
  2. Maður ætti að geta séð á stjórnborðinu (eða með síðuviðbót) hvað er að gerast í þeim spjallþráðum sem maður hefur tekið þátt í."

Eru þessir kostir fyrir hendi í einhverjum bloggkerfum sem þú þekkir?

Er þetta til dæmis hægt í Wordpress?

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Ekki nákvæmlega í þessari útfærslu, en:

Kostur 1. er gjarnan útfærður með trackback tækni, sem lætur blogg á einum vef birtast sem innlegg á öðrum.  Því miður er oft slökkt á þessum fítus vegna spam-misnotknunar, en alls ekki alltaf.

Kostur 2. er gjarnan útfærður með því að bjóðast til að senda manni tölvupóst þegar innlegg bætist við spjallþráð sem maður hefur tekið þátt í. Sum bloggkerfi bjoða upp á RSS fyrir staka umræðuþræði sem væri hægt að nota til að fylgjast með samtölum af annarri vefsíðu, en ég hef enn ekki séð notendavæna útfærslu á því.

Hvorttveggja væru góðir fítusar til að hafa á blog.is til að greiða fyrir samskiptum við umheiminn, innan kerfis blog.is liggur beinast við að nota beinni, notendavænni leiðir eins og ég lagði til að ofan.

Hví spyrðu?

Bjarni Rúnar Einarsson, 30.4.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Rúnar Einarsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Beturviti og netverji.

RSS-straumar

Vefir Bjarna

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband