Hvað um karla?

Varðandi frétt um að 42% kvenna hafi sætt ofbeldi:

Mér hefði þótt gaman að heyra hvert samsvarandi hlutfall er hjá körlum. Hversu margir karlmenn hafa verið beittir ofbeldi? Hver eru kynjahlutföll gerenda? Hvar eru mörkin dregin?

Ég hef verið löðrungaður af reiðum konum - var það ofbeldi? Ég hef haldið reiðri konu það fast að hún fékk marbletti. Var það ofbeldi? Eða sjálfsvörn?

Fréttin gefur í skyn að niðurstöðurnar lýsi vandamáli, en að 42% kvenna hafi einhverntímann lent í ryskingum um ævina getur hvort sem er verið há eða furðulág, allt eftir því við hvað er miðað. Þetta er allt hið forvitnilegasta.

Ég vildi óska að Morgunblaðið léti tengla á nánari upplýsingar fylgja fréttum sínum.


mbl.is 42% kvenna hafa sætt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama hjalið í ykkur körlum. Farið strax í vörn og orgið "já en þær lemja líka". Bendi á að valdarstaða karla hefur alltaf verið meiri en hjá konum. Karlmenn skrifuðu lögin sem við fylgjum og grunn hugmyndir í menningu okkar er byggðar á hugmyndafræði karla. Að bera saman ofbeldi karla gegn konum og kvenna gegn karla er rökleysa. Konur hafa alltaf verið í þeirri stöðu að þurfa að vinna sig "upp" í stöðu karla.

http://www.cutmovie.co.uk/

Skemmtu þér yfir þessu.

linda (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:19

2 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Nei, Linda, en ég þakka fordómafullt innlegg. Það er fyrirtaks dæmi um hversvegna ég leyfi mér að efast og spyrja.

Hvort sem þú kýst að trúa því eða ekki, þá er ég ekki að gera lítið úr þeim vanda sem margar konur standa frammi fyrir. Kynbundið ofbeldi er ekkert grín.

Ég hef hinsvegar áhyggjur af því að samsvarandi vandi hjá körlum fái ekki viðunandi athygli, og veit af eigin raun að innan feministahreyfingarinnar, eins og aðrar pólitískar hreyfingar, eru einstaklingar sem hafa meiri áhuga á að koma tilteknum skilaboðum á framfæri heldur en þær hafa áhuga á sannleikanum.

Ég efast líka um að það sé gagnlegt að einblína stöðugt á það sem miður fer. Stundum er líka gott að benda á hvað gengur vel og láta fólk vita að barátta sé að skila árangri (ef það er tilfellið). Ef maður heyrir bara fregnir af því að allt gangi illa, sama hvað maður leggur sig hart fram, þá getur verið freistandi að gefast upp.

Ég tek öllum svona fréttum með fyrirvara, sama úr hvorri deildinni þær koma. Blaðamenn hafa ekki beint sýnt sig vera tölfræðisnillinga gegnum tíðina.

Bjarni Rúnar Einarsson, 2.4.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Ég horfði á þessa mynd. Hún sagði mér ekkert sem ég vissi ekki fyrir: ofbeldi er ljótt.

En jú, ég skemmti mér reyndar yfir senunni. Ég aðstoðaði nefnilega mjög færa konu fyrir nokkrum árum við að halda námskeið, þar sem áhugaleikurum var kennd tækni við að setja á svið slagsmál án þess að meiða sig. Það var gaman að sjá aðferðirnar sem hún kenndi okkar á filmu, notað fyrir góðan málstað.

:-P

Bjarni Rúnar Einarsson, 2.4.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Rúnar Einarsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Beturviti og netverji.

RSS-straumar

Vefir Bjarna

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband