Sjarmi miðbæjarins

Sjarmi miðbæjarins er, að þar er líf.  Líf á daginn, líf á kvöldin, líf á nóttunni og um helgar.

Þeir sem vilja búa í dauðu hverfi, þar sem ekki er líf, hafa úr nógu að velja.  Þeir sem vilja búa í rólegu hverfi, þar sem það er bara aðeins minna líf, hafa líka úr nógu að velja.

Mér finnst þetta vera helvítins væl: ég á íbúð í miðbænum og ég keypti hana vitandi það að stundum myndi ég heyra partíhávaða og læti.  Ég leit á það sem kost, ekki galla.  Þetta er hluti af sjarma miðbæjarins.

Ef fólk flytur í miðbæinn, vitandi hvernig hann er, og "vex svo upp úr því" að hafa gaman af mannlífinu þá á það að flytja, ekki heimta að miðbærinn lagi sig að þeim.  Það er nóg af öðrum fallegu hverfum í borginni þar sem það er ró og svefnfriður á nóttunni.

Svona breytingar jaðra í mínum huga við skemmdarverk.


mbl.is Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skondið að lesa ykkur, flestir ímynda sér að fólkið sem býr í miðbænum hafi nýlega flutt þangað, eru snobbhænur því þau hafi haft efni á að versla sér íbúð á dýrasta stað íslands. Raunin er sú að fólkið sem kvartaði hefur búið þarna síðan 1913, öll fjölskyldan farið í Kvennó eða MR, öll haldið uppi litla kaupmanninum á horninu í áratugi, stunda kaffihúsin mest af öllum, sópa gangstéttina, hafa leigt allar spólurnar og mynd diskana af Aðal videoleigunni, fara mest af öllum á íslandi út að borða, taka á móti 300.000 ferðamönnum árlega, reka gistiheimili, sérverslanir, elska miðbæinn og myndu aldrei vilja búa annarsstaðar. En biðja ykkur sem stunda barina um helgar að vinsamlega hætta að míga á gluggann minn, öskra eins og þú sért í ímynduðu stríði við jötna, hætta að henda helvítis glösum og flöskum endalaust og átta þig á því að það búa um átta þúsund manns í 1000M radíus við þessa ömurlegu krá sem þú stundar.

Það sem við höfum lært er að ekki skiptir máli á hvaða tímum staðir loka, heldur er vandamálið að þeir loki allir á sama tíma.

Það sem þarf er að dreifa álaginu yfir morguninn, daginn, kvöldið og nóttina.

Það er engin lausn að stytta eða lengja opnunartímann á veitingastöðum ef það gildir eins fyrir alla. Lausnin liggur í fjölbreytileikanum.

Það ætti ekki að vera hægt að kalla allt næturklúbb sem hefur veitingaleyfi. Þar liggur okkar helsta vandamál.

Áheyrslubreyting ætti að vera í skilgreiningum á veitingarekstri, með skýrri reglugerð.

Veitingarekstur er fjölbreytt rekstrarform, dæmi:

- Næturklúbbur er staður sem ætti einungis að vera opinn um helgar, hann opnar seint og lokar seint (t.d 23-07.00) Hann selur einungis áfengi og fengi ekki leyfi til að selja mat. Næturklúbbar eru nauðsyn en það þarf mun færri næturklúbba í miðborg Reykjavíkur.

- Krár eru kaffihús á daginn sem selja áfengi á kvöldin alla daga vikunnar. Krár eru ekki næturklúbbar og ættu einungis að vera með leyfi t.d til miðnættis

- Veitingastaðir selja morgun, hádegis og kvöldmat alla daga, eru með starfsmenn í eldhúsi og þjóna. Fráleitt er að þeir staðir sem selji mat, áfengi og te breytist í næturklúbba.

Veitingastaðir ættu allir að loka t.d 01.00

-Kaffihús selja ekki áfengi og mættu vera með opið allan sólarhringinn ef þeim fýsir.

-Bar sem ekki selur kaffi á daginn og opnar einungis á kvöldin alla daga, ætti að vera með leyfi t.d 02.00

Þetta eru gróf dæmi en með þessum breytingum í þessa átt er verið að dreifa álaginu, það er ekki lengur verið að neyða miðbæ Reykjavíkur að leggja undir sig íbúasvæði nálægt veitingastöðum, í einn stóran tíu þúsund manna skemmtistað á sama tíma þar sem öll skúmaskotin breytast í almenningssalerni.

Heldur myndast val, það eykur flæði gesta og minnkar álag.

Ég vona að þessi hugmynd um fjölbreyttann opnunartíma leggist vel í ykkur. Svona er þetta eins og þið eflaust vitið nú þegar, í flestum, ef ekki öllum nágrannalöndum.

Virðingafyllst

Jóhann Meunier

Miðborgarbúi

Jóhann Meunier (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Sæll Jóhann!

Fjölbreyttur opnunartími er frábær hugmynd, þau skref sem hafa verið stigin í þessa átt hafa reynst mjög vel.  Eflaust má gera enn betur. En ef það á að vera fjölbreytni, þá liggur í hlutarins eðli að sumir staðir þurfi að vera opnir lengur en aðrir, og af þeim verður alltaf ónæði á óheppilegum tímum, og á þeim verður fyllsta fólkið með mestu lætin.

Þeir sem búa nálægt þeim munu áfram kvarta, þetta er eilíf hringrás.  Ég gaf alls ekki í skyn að fólk sem hvartar væri nýflutt í hverfið: ég gaf í skyn að fólk hefði "vaxið upp úr þessu", sem er mun fremur ég að vera leiðinlegur við þá sem hafa búið í miðbænum of lengi, er orðið þreytt og ætti kannski að finna sér önnur hverfi sem henta betur vaxandi áhuga á ró og næði...

Þessi frétt hefur yfirskriftina "hávaðinn er óþolandi" og fjallar um ónæði og óánægju.  Í svari þínu ertu að leggja til að sumir staðir verði opnir mun lengur - en væntanlega bara ekki í bakgarðinum þínum, heldur bakgarði einhvers annars?

Ég er eflaust að missa af einhverju, en ég sé ekki af hverju þinn bakgarður er síðri staður fyrir þennan langa opnunartíma en bakgarður einhvers annars. :-)  Ef við erum sammála um að djammið eigi yfir höfuð rétt á sér og að sumir staðir eigi að vera opnir seint, þá er þetta orðin spurning um að einhversstaðar verði "vondir" að vera...

Reyndar vildi ég sömuleiðis óska að fólk sem heimsækir miðbæinn til að skemmta sér myndi sýna umhverfinu aðeins meiri virðingu en er raunin.  En það þarf bara einn eða fávita til að brjóta flöskur, míga og vekja hverfi þó hinir hundruðir gestanna hagi sér vel.  Augljósa leiðin til að losna við þennan eina vandræðasegg er að gera staðina brottræka, og mér finnst það bara ekki ásættanleg lausn. Það má vera að það megi stýra þessu aðeins með því að fikta í opnunartímanum, en það kemur líka að því að menn verði að sætta sig við visst mikið ónæði.

Spurning hvort til eru önnur ráð til að minnka ónæðið.  Sýnilegri löggæsla kringum lokunartíma væri kannski gagnleg, en kostar auðvitað pening.

Bjarni Rúnar Einarsson, 23.6.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Rúnar Einarsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Beturviti og netverji.

RSS-straumar

Vefir Bjarna

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband