22.5.2008 | 10:04
Ísland, best í heimi
Ég elska Ísland og mér fannst frábært að búa þar. Þegar ég er búinn að afreka það sem ég vil afreka í útlandinu, reikna ég fastlega með að koma heim.
En grein Paul Valley í The Independant er skelfileg froða. Hann fullyrðir hluti út í loftið algjörlega án rökstuðnings og byggt á allskonar fordómum og klysjum. Það er sorglegt að Íslendingar skuli vera svo þyrstir efir athygli að svona illa skrifaðar froðugreinar skuli þykja "fréttir" - og hvernig á maður að túlka það að umfjöllun moggans er svo með öllu athugasemdalaus og ógagnrýnin? Er blaðamaður moggans svo fáfróður að hann sér ekki rangfærslurnar og bullið, eða heldur hann að hlutlaus blaðamennska þýði að réttast sé að apa upp og endurvarpa hvaða rugl sem er, athugasemdalaust?
Nokkur atriði sem ég rak augun strax í:
Síðast þegar ég vissi stafaði keltneskt blóð Íslendinga af þrælatöku, ekki frá "stuðningsfjölskyldum" Írskra munka. Af hverju í ósköpunum ættu þessar stuðningsfjölskyldur að hafa verið aðallega konur? Hverskonar munkar heldur hann að Írarnir hafi verið eiginlega? Eða er kannski óhentugt að minnast á víkingaferðir og þrælatöku þegar maður er að reyna að stimpla heila þjóð sem friðsæla?
Hann fullyrðir að áhrif kvenna geri okkur friðsælli. Þetta eru bara kynjafordómar, þó feministar muni líklega ekki hvarta þar eð hann er að hrósa áhrif kvenna með þessu. Mér finnst sennilegra að smæð þjóðarinnar, almenn velmegun og einangrun okkar frá umheiminum hafi mun meira með friðsældina að gera. Það er erfitt að lenda í stríði þegar maður hefur enga nágranna til að berjast við.
En það sem sýnir mestu fáfræðina og fordóma eru lokaorðin hans "There must be more to cultural life than 13th-century Viking sagas and Björk". Þetta er bara kjánalegt.
Ættu allir að flytja til Íslands? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Lesið þetta:
- Ósvarað bréf til blog.is Ósvarað bréf sem ég sendi blog.is varðandi óþarfa kennitölusöfnun.
- Opnum opinber gögn! Hvetjum ríkið til að opna fyrir aðgengi að opinberum gögnum!
Annað tengt mér
- Heimasíðan mín Hér má m.a. finna alvörubloggið mitt.
- Pilluáminningin Pilluáminningin minnir fólk á að taka pillur. Namm, pillur.
- Partalistinn Ókeypis smáauglýsingavefur sem ég smíða og rek í frístundum.
- Google Ég vinn fyrir Google á Írlandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
´
þð er dásamlegt að vera kominn af Írum (Keltum) og Víkingum (Normönnum), en það er óhemju elldfim blanda, Keltar friðsamar en uppreisnargjarnar fyllibyttur og Víkingarnir árásagjarnar og óhlýðnar fyllibyttur.
Ég rita Normenn en ekki Norðmenn, því þeir koma frá Noregi en ekki Norðegi. Afsakið sérviskuna í mér, en rétt skal vera rétt.
Hér eru allir hamingjusamir nema Vinstri Grænir, Femínistar og vinstra Samsullið hennar ISG sem vill ekki leyfa okkur að borða súran hval og hvalasteikur.
Ég er hamingjusamastur yfir því að vera ekki í þessu vinstra liði.
Hamingjukveðjur, Björn bóndi.
'
Sigurbjörn Friðriksson, 22.5.2008 kl. 13:01
Keltneskt blóð vegna þrælatöku? Er það nú alveg rétt? Hvað með "landnámið fyrir landnám"? Keltana sem bjuggu hér sem frjálsir menn t.d. á Kjalarnesi?
Og svo þetta með Noreg og Norðeg, hét ekki Noregur í fyrndinni Norðvegur? Var ekki sagt "í norðurveg"?
corvus corax, 22.5.2008 kl. 16:29
Bjarni, mér finnst þú falla dálítið í þann fúla pytt eins og Mogginn, að álíta öll skrif útlendinga um Ísland merkileg. Þannig hefur það verið allt frá dögum Blefkens. Íslendingar þjást dálítið af minnimáttarkennd og finnst athygli málsmetandi útlendra manna undursamleg. Mér finnst það ekki.
Sæmundur Bjarnason, 22.5.2008 kl. 16:42
´
Corvus Corax. Þá skulum annaðhvort kalla landi aftur Norðveg þaðan sem Norðmenn koma, eða Noreg þaðan sem Normenn koma. Ekki sulla þessu saman eins og hverjir aðrir Reykvíkingar sem kunna ekki almennilega og þjóðlega sveitaíslensku. Hákarl og brennivín, túkall!
Kveðja,
Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 22.5.2008 kl. 20:48
Sæmundur, það er nú einmitt meinið. Ég var að vona að þessi skrif væru merkileg, fyrst þær töldust fréttir að mati moggans. Ég varð fyrir vonbrigðum að svo var ekki og skrifaði ofangreindan pistil í framhaldi af því.
Bjarni Rúnar Einarsson, 23.5.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.