Videntifier stöðvar ekki niðurhal

Videntifier hugbúnaðurinn mun ekki stöðva niðurhal.

Hann gæti hinsvegar auðveldað aðilum eins og Youtube að verða við óskum höfundarréttarhafa um að fjarlægja efni sem hefur verið birt í leyfisleysi.  Videntifier er mjög öflugt tæki til að hjálpa réttarhöfum að þekkja eigin verk eftir að þau eru komin í umferð.

Hvorttveggja er í sjálfu sér mjög sniðugt, en þetta er mjög langt frá því að stöðva niðurhal. Þeir sem vilja dreifa kvikmyndum í óþökk höfundanna munu finna leiðir til að fela efnið fyrir svona kerfum og nota nafnleynd og dulritun til að forðast refsingu þó svo að efnið þekkist.  Baráttan um niðurhal er vígbúnaðarkapphlaup þar sem "vondu kallarnir" eru með nánast óendanlegt forskot.

En það er ekki þar með sagt að þetta sé gagnslaust kerfi.  Þetta er mjög sniðugt kerfi.  Úrvinnsla og greinings myndefnis og hreyfimynda er flókið vandamál sem fer að skipta almenning sífellt meiru máli eftir því sem stafrænar kvikmyndir verða algengari á heimilum og Netinu. Öll framþróun á þessu sviði er fagnaðarefni og það er gaman að sjá Íslendinga gera góða hluti þarna.

Sérstaklega þegar maður þekkir þá...

Til hamingju með verðlaunin Krilli!  Þú átt þau örugglega skilin. :-)


mbl.is Hugbúnaður stöðvar niðurhal á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert mun stöðva niðurhal.

Internetið er búið að opna fyrir margt sem mun aldrei verða troðið í kassa á ný. Eina almennilega leiðin er að stjórnvöld sigti allt net til landsins og leyfi bara ákveðnar slóðir, eins og í Íran og Kína. En sem betur fer erum við ekki nálægt slíkum fasisma.

Geiri (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Rúnar Einarsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Beturviti og netverji.

RSS-straumar

Vefir Bjarna

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband