Frábær mynd

Myndin með þessari frétt er snilld.  Kona og barn í Hong Kong, með grímur fyrir vitunum, hafa augljóslega allt að gera með praktískt og tilfinningalegt jafnræði í Danmörku. :-P

Annars finnst mér ekki fréttnæmt að jafnrétti sé mikið til tilfinningalegt.

Konur og karlar þurfa að bera virðingu fyrir hvort öðru og meta framlag hvors annars; þó það sé nauðsynlegt að við höfum sem jafnasta möguleika er ekki þar með sagt að konur og karlar þurfi alltaf að vera nákvæmlega eins og gera nákvæmlega sömu hluti. Að neyða okkur til þess væri jafn mikil kúgun og felsissvipting og stíf hlutverkaskipting "feðraveldisins".

Aðalmálið er að bæði kynin eigi kost á því að dafna sem manneskjur og njóta virðingar, hver með sínum hætti.


mbl.is Jafnréttið tilfinningalegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Sérkennilegt, já.

Auðvitað eiga ekki allir að gera nákvæmlega sama hlutfall af sömu hlutunum, en það er ekki eðlilegt að annar aðilinn taki endilega alltaf ógeðfelldu hlutina (að skipta á kúkableyju er eðlilegur hluti af barnauppeldi en það er ekki hægt að halda því fram að hann sé skemmtilegi hlutinn.  Talandi sem þriggja barna veteran (þar sem pabbinn tók sem betur fer sinn skerf af þessum pakka))

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Rúnar Einarsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Beturviti og netverji.

RSS-straumar

Vefir Bjarna

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband