26.5.2008 | 17:22
Hlýnun er bara víst ógn
Íslendingar eru fáfróðir kjánar.
Auðvitað er hlýnun jarðar ógn fyrir Íslendinga eins og aðra: eitt af helstu áhyggjuefnum þeirra sem spá fyrir um áhrif þessarar hlýnunar eru breytingar á hafstraumum, hækkandi sjávarborð og aukinn veðurofsi.
Blöndun heita golf-straumsins og kalda vatnsins úr Norðri er undirstaða gjöfulla fiskimiða hjá okkur. Ef þetta raskast, getur það ógnað einni af undirstöðuatvinnugreinunum okkar. Svo ekki sé minnst á það sem golf-straumurinn gerir fyrir hitastigið hjá okkur. Ef golfstraumurinn breytir um stefnu og hættir að koma hingað er hætt við "hlýnun" á Íslandi verði skammvinn og til lengri tíma litið kólni hér í staðinn.
Aukin hlýnun getur líka leitt af sér aukinn veðurofsa. Ísland er nógu mikið rokrassgat nú þegar, ég held að mörgum myndi ekki standa á sama ef stormar eins og við upplifðum í vetur yrðu mikið tíðari atburður. Það kom allavegna bersýnilega í ljós að annars rammgert steinhúsið mitt var ekki alveg nógu vatnsþétt í slíku veðri...
Hækkandi sjávarborð mun hafa áhrif á íslenska bæi eins og annarsstaðar í heiminum þar sem fólk býr við ströndina. Flóð og skemmdir á fasteignum, viðgerðir munu kosta sitt og bæjarhlutar og land sem við ræktum munu fara undir vatn.
Það má heldur ekki horfa framhjá því að við erum hluti af alþjóðasamfélaginu. Ef það ofhitnar annarsstaðar og uppskerur raskast, þá munum við eins og aðrir gjalda fyrir það. Við munum kannski ekki svelta strax, en við munum í besta falli finna fyrir því í buddunni þegar við kaupum í matinn.
Mönnum finnst kannski fyndið að gantast með að það væri nú gaman að hafa aðeins hlýrra á Íslandi, en þegar (ekki ef...) af verður, verður það líklega dýrkeypt sumarblíða.
Hlýnun ekki ógn á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Lesið þetta:
- Ósvarað bréf til blog.is Ósvarað bréf sem ég sendi blog.is varðandi óþarfa kennitölusöfnun.
- Opnum opinber gögn! Hvetjum ríkið til að opna fyrir aðgengi að opinberum gögnum!
Annað tengt mér
- Heimasíðan mín Hér má m.a. finna alvörubloggið mitt.
- Pilluáminningin Pilluáminningin minnir fólk á að taka pillur. Namm, pillur.
- Partalistinn Ókeypis smáauglýsingavefur sem ég smíða og rek í frístundum.
- Google Ég vinn fyrir Google á Írlandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Menn hafa ekki sömu áhyggjur í dag og áður í sambandi við Golfstrauminn því það er núna almennt talið mjög ólíklegt að hann raskist eitthvað að ráði þrátt fyrir hlýnun og þá er ég ekki að tala um svokallaða efasemdarmenn um hlýnun jarðar. Þetta með meiri veðurofsa í okkar nágrenni er heldur ekki neitt sem þykir líklegt í nágrenni Íslands og að lokum þá mun sjávarborð hækka mjög hægt ef það gerist, í mesta lagi nokkra cm á áratug. En ekki samt halda að mér sé alveg sama, því ég geri mér alveg grein fyrir því að hlýnun jarðar getur orðið stórt hnattrænt vandamál.
Emil Hannes Valgeirsson, 26.5.2008 kl. 18:55
Var spurningin samt ekki hvort áhrifa gætti nú þegar?
Kollason (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.