Græðgi, ekkert annað

Að framlengja höfundarrétt í 70 ár er bara fáránlegt.

Það er ekkert nema græðgi að ætlast til þess að fá áfram borgað fyrir verk 70 árum eftir að það var unnið.

Það er ekki náttúrulögmál að afritun hugverka sé takmörkuð með lögum. Höfundarréttur er samningur milli almennings og höfunda, ætlaður til þess að hvetja til sköpunar með það að lokamarkmiði að sem flest áhugaverð verk verði til og auðgi samfélag og mannlíf. Nauðsynlegur hluti þessa ferlis er að verk fari á endanum úr höfundarrétti og verði frjáls til afnota almennings. Þessi hluti samningsins virðist hafa gleymst, enda gráðugir menn og gráðug útgáfufyrirtæki sem vilja halda áfram að græða á hlutum sem eru löngu orðnir hluti af menningu þjóða.

Samanber liðið sem vill fá borgað fyrir hvern flutning afmælissöngsins...

Þetta er dapurleg frétt.


mbl.is Höfundarréttur laga verður 70 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ég leyfi mér að vitna í fyrri færslu þína um endubirtingu frétta fra Reuters. Hvað er verið að birta fréttir sem koma okkur ekki við. ;-)

Thor Svensson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Það skiptir voða, voða litlu máli hvort þú ert sáttur.

Það sem skiptir máli er hvað er þjóðfélaginu fyrir bestu, og ég sé ekki hvaða hag þjóðfélagið hefur af því að tipla kringum tilfinningar þínar hvað þetta varðar. :-)

Hinsvegar má vel gera greinar mun á einkarétti til afritunar, notkunar og flutnings, og þess að vernda menn gegn því aðrir eigni sér verkin og afneiti fyrri höfundi. Þetta að miklu leyti eru ólík mál. En mér er samt að mestu sama um seinna tilfellið líka. Listamenn eiga ekkert að þurfa að spyrja leyfis áratugum seinna ef þeir vilja sampla eða rímixa, eða hreinlega nota gamallt verk í nýju samhengi sem þóknast ekki upprunalega höfundinum.

Bjarni Rúnar Einarsson, 23.4.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Einar Indriðason

Sagan segir að þetta hafi upphaflega verið 50 ár, en þá væri eitthvað verk frá Disney að renna út, svo Disney samsteypan hafi lobbíað fyrir 70 árum.  Og fengu það í gegn.

(Ég hef ekki heimildir til að benda á... minnið mitt segir mér þetta hins vegar.)

Einar Indriðason, 23.4.2009 kl. 18:59

4 identicon

"Að framlengja höfundarrétt í 70 ár er bara fáránlegt."  :D

í fyrsta lagi þá er þessi frétt kolröng!   höfundaréttur laga og tónverka helst til 70ár eftir dauða lagahöfunds/tónskálds.  Stravinsky dó 1971 svo erfingar hans fá höfundarréttargjöld til 2041, erfingar John Lennons til 2050.

reyndar í dæmi Lennsons þá minnir mig að þeir félagar hafi selt höfundarréttinn (já það er hægt) sinn fyrir einhverjar skriljónir.

Fréttin vísar til laga um framlengingu höfundarréttar á UPPTÖKUM á tónlist.   Þannig að upptakan sem George martin gerði með bítlunum er nú varin í 70 ár í stað 50.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:00

5 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Jamm, þetta er líklega rétt hjá þér, Gunnar.  Eitthvað er þetta þó misjafnt milli Evrópu og Bandaríkjanna, en ég held þetta sé hluti af tilraunum tónlistarútgefenda til að fá sömu lagavernd í Evrópu og þeir hafa þegar náð gegn vestanhafs.

En allt er þetta kjánalegt.  Að verk skuli vera vernduð eftir dauða höfundar er ansi ofarlega á listanum yfir kjánaskap, að mínu mati.  Börn listamanna geta bara drattast til að vinna fyrir sér sjálf...

En ég ræð þessu nú líklega ekki.  :-)

Bjarni Rúnar Einarsson, 23.4.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Rúnar Einarsson
Bjarni Rúnar Einarsson
Beturviti og netverji.

RSS-straumar

Vefir Bjarna

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband